Fréttir

Ástand leikmanna
Knattspyrna | 30. apríl 2013

Ástand leikmanna

Nú þegar upphaf Pepsi-deildarinnar nálgast óðfluga er rétt að líta aðeins á stöðuna í leikmannahópi Keflavíkur.  Nokkrir leikmenn eiga við meiðsli að stríða og verða a.m.k. ekki með í upphafi móts.  Eins og áður hefur komið fram er Árni Freyr Ásgeirsson með slitið krossband og mun ekkert leika í sumar.  Einar Orri Einarsson hefur verið í meðferð vegna brjóskeyðingar í hné og stefnir að því að mæta í slaginn í júní.  Magnús Sverrir Þorsteinsson meiddist í leik gegn KF og verður ekki með næstu vikurnar en gæti verið orðinn leikfær um miðjan júní.  Aðrir eru í góðu formi og tilbúnir í slaginn.