Fréttir

Knattspyrna | 22. febrúar 2008

Átt þú húsbúnað?

Enn vantar Knattspyrnudeild ýmsan húsbúnað fyrir leikmenn sem flytja hingað úr öllum áttum.  Nú vantar ísskáp og einnig potta, pönnur, leirtau og önnur búsáhöld.  Einnig vantar sængurföt, sængur og kodda.  Einnig væri gott að fá hvaðeina sem þarf að vera til staðar á heimili.  Ef fólk er aflögufært með þessa hluti biðjum við það endilega að hafa samband við Friðrik framkvæmdastjóra í síma 690-3700.