Átta liða úrslit í Futsal á föstudag
Úrslitakeppnin í Futsal hjá meistaraflokki karla hefst nú á föstudaginn, 17. desember, og fara þá fjórir leikir fram. Leikið verður svo til undanúrslita á laugardaginn og á sunnudaginn, 19. desember, verða Íslandsmeistarar krýndir.
Leikirnir í 8. liða úrslitum eru:
• ÍBV - Leiknir/KB, kl. 17:30 - Álftanes
• Keflavík - Afturelding/Hvíti Riddarinn, kl. 18:00 - Garður
• Fjölnir - Grundarfjörður, kl. 19:30 - Garður
• Víkingur Ól. - Dalvík/Reynir, kl. 20:30 - Ásvellir
Undanúrslitin fara svo fram á laugardag á Álftanesi, en þar mætast sigurliðin úr Fjölnir/Grundafjörður og ÍBV/Leiknir annars vegar og svo Víkingur Ó/Dalvík og Keflavík/Afturelding Hvíti Riddarinn hins vegar. Úrslitaleikurinn sjálfur fer svo fram, á sama stað, á sunnudaginn.
Úrslitakeppnin er fyrr á ferðinni en venjulega sem hefur það í för með sér að Íslandsmeistarar 2011 í karlaflokki verða krýndir í desember 2010! Er það vegna þátttöku Íslands í Evrópukeppni landsliða í Futsal en þar er Ísland í fyrsta skiptið með landslið.
Riðill Íslands fer fram dagana 21.-24. janúar á Ásvöllum og verður leikið gegn Grikkjum, Lettum og Armenum. Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari í Futsal, mun næstunni tilkynna æfingahóp sem mun hefja æfingar á milli jóla og nýárs.
Futsal-lið Keflavíkur í öllu sínu veldi.
(Mynd: Jón Örvar)