Átta skrifa undir hjá kvennaliðinu
Í vikunni undirrituðu átta leikmenn meistaraflokks kvenna samninga við Keflavík. Samningarnir eru gerðir til tveggja ára. Eftir að Steinar Örn Ingimundarson kom til starfa sem þjálfari meistaraflokks nú fyrir skömmu hefur hann m.a. sett það markmið að semja við sem flesta leikmenn og er þetta fyrsta skrefið í því ferli. Steinar er ákveðinn í því jafnt og leikmenn að verða með öflugt fyrstu deildar lið á komandi tímabili. Fyrr hafði verið gengið frá samningi við Nínu Ósk Kristinsdóttir sem mun leika með liðinu ásamt því að vera Steinari til aðstoðar.
Á myndinni eru frá vinstri: Andrés Hjaltason formaður kvennaráðs, Rebekka Gísladóttir, Andrea Ósk Frímannsdóttir, Brynja Bjarnadóttir, Eydís Ösp Haraldsdóttir, Karítas Ingimarsdóttir, Agnes Helgadóttir, Íris Björk Rúnarsdóttir og Anna Rún Jóhannsdóttir. Á myndina vantar Evu Kristinsdóttir sem hefur einnig skrifað undir nýjan samning en var upptekin við þetta tækifæri.