Fréttir

Knattspyrna | 13. apríl 2007

Auðveldur sigur á Spáni

Keflavík lék gegn liði Isla Cristina á Spáni í gærkvöldi.  Spánverjarnir reyndust lítil fyrirstaða og lokatölur urðu 6-0 fyrir okkar menn.  Þórarinn Kristjánsson skoraði tvö mörk og þeir Guðmundur Steinarsson, Baldur Sigurðsson, Hilmar Arnarsson og Stefán Örn Arnarson settu eitt hver.  Fleiri leikir eru á dagskránni þar ytra og segjum við fréttir af þeim næstu daga.


Þórarinn spókar sig í blíðunni á Spáni í fyrra.
(Mynd: Jón Örvar Arason)