Auglýst eftir þjálfara fyrir 2. flokk karla
Knattspyrnuráð Keflavíkur auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk karla fyrir næsta keppnistímabil. Starfið er unnið í samvinnu við þjálfara meistaraflokks karla. Umsækjandi þarf að standast þær kröfur um þjálfaramenntun sem Leyfiskerfi KSÍ kveður á um varðandi þjálfun 2. flokks karla. Allar upplýsingar um starfið gefur Kristján Guðmundsson þjálfari meistaraflokks í síma 8627670, jafnframt er hægt að senda tölvupóst á póstfangið knottur@btnet.is. Allar umsóknir skulu sendast á það póstfang ásamt ferilskrá.
Knattspyrnuráð Keflavíkur