Auglýst eftir þjálfurum fyrir kvennalið
Knattspyrnudeild Keflavíkur óskar eftir að ráða þjálfara fyrir meistaraflokk og 2. flokk kvenna. Til greina kemur að ráða einn þjálfara fyrir hvorn flokk eða einn einstakling til að þjálfa báða flokka.
Upplýsingar gefur Rúnar í síma 865-1400 eða Halldór í síma 896-5565.
Keflavík mun tefla fram kvennaliði næsta sumar eftir nokkurra ára hlé en undanfarin ár hefur Keflavík leikið undir merkjum RKV með Víði og Reyni. Einnig verður starfræktur 2. flokkur kvenna og er nú verið að leita að þjálfara eða þjálfurum til að taka að sér þjálfun hjá stelpunum.