Fréttir

Knattspyrna | 9. maí 2007

Báðum liðum spáð 4. sæti

Karla- og kvennaliðum Keflavíkur er báðum spáð 4. sæti í Landsbankadeildinni í sumar en spá fyrirliða, þjálfara og formanna knattspyrnudeilda félaga í deildinni var kynnt á kynningarfundi Landsbankans og KSÍ í gær.  Samkvæmt spánum verja FH og Valur titla sína.  Það er greinilegt að gott gengi Keflavíkur síðastliðið sumar hefur vakið verðskuldaða athygli en liðunum var báðum spáð 5. sæti fyrir mótið í fyrra.  Nú er bara að sjá hvernig spáin gengur eftir en það er ljóst að okkar fólk ætlar sér að vera enn ofar í deildinni en spáin segir til um.

Rúnar formaður og Björgólfur Guðmundsson frá Landsbankanum ganga frá þátttöku Keflavíkur í Landsbankadeildinni í sumar. (Mynd: jbo / Víkurfréttir)

Spá fyrir Landsbankadeild karla:
1. FH
2-3. Valur
2-3. KR
4. Keflavík
5. Fylkir
6. Breiðablik
7. Fram
8. ÍA
9. Víkingur
10. HK

Spá fyrir Landsbankadeild kvenna:
1. Valur
2. KR
3. Breiðablik
4. Keflavík
5. Stjarnan
6. Fylkir
7. Þór/ KA
8. Fjölnir
9. ÍR