Fréttir

Knattspyrna | 1. september 2006

Baldur í eldlínunni

Baldur Sigurðsson verður í eldlínunni með U-21 árs landsliði Íslands sem leikur gegn jafnöldrum sínum frá Ítalíu á Laugardalsvelli í kvöld kl. 19:00.  Rétt er að taka fram að frítt er á völlinn og því upplagt að skella sér á leikinn.  Þess má geta að leikurinn verður sýndur beint í ítalska sjónvarpinu.  Ekki er við öðru að búast en að Baldur verði í byrjunarliðinu eins og í undanförnum enda hefur strákurinn verið að standa sig vel í leikjum landsliðsins.  Íslensku piltarnir eiga erfitt verkefni fyrir höndum en margir leikmanna ítalska liðsins leika með toppliðum í ítölsku deildinni.  Þjálfari liðsins er Pierluigi Casiraghi sem á sínum tíma lék með ítalska landsliðinu, Juventus og Chelsea.  Meðal aðstoðarmanna hans er Gianfranco Zola sem gerði garðinn einnig frægan með Chelsea og ítalska landsliðinu.


Baldur í leiknum gegn FH á dögunum, ákveðinn á svip.
(Mynd: Jón Örvar Arason )