Baldur í heilu lagi
Baldur Sigurðsson, hinn öflugi leikmaður okkar, var borinn af velli gegn Eyjamönnum eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg. Strákurinn vankaðist við höggið og því þótti öruggast að flytja hann á sjúkrahús til skoðunar. Sem betur fer reyndist allt í lagi með kappann og myndatökur leiddu í ljós að allt er með felldu, Baldur er a.m.k. eins og hann er vanur að vera.
Hugað að Baldri en sem betur reyndist hann ekki alvarlega slasaður.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)