Fréttir

Knattspyrna | 2. ágúst 2006

Baldur og Guðmundur í bann

Þeir Baldur Sigurðsson og Guðmundur Mete voru báðir dæmdir í eins leiks bann á fundi aganefndar KSÍ í gær.  Baldur fær bannið vegna fjögurra gulra spjalda í sumar en Guðmundur vegna viðskipta við Hjört Hjartarson í bikarleiknum gegn ÍA.  Hjörtur fékk tveggja leikja bann fyrir sinn hlut.  Baldur og Guðmundur verða því báðir fjarri góðu gamni þegar við heimsækjum KR-inga í Vesturbæinn þann 9. ágúst.  Þeir félagar hafa verið að leika vel fyrir Keflavík og ljóst að þeirra verður sárt saknað en þá þurfa aðrir leikmenn einfaldlega að stíga fram og láta ljós sitt skína.