Fréttir

Knattspyrna | 14. febrúar 2006

Baldur og Magnús í landsliðið

Leikmenn Keflavíkur, þeir Baldur Sigurðsson og Magnús Kristinsson Þormar, hafa verið valdir í U21 árs landsliðið sem leikur gegn Skotum 28. febrúar.  Leikurinn er vináttuleikur og fer fram á Firhill-vellinum í Glasgow.  Sá völlur er heimavöllur Partick Thistle en Keflavík lék einmitt á þessum velli gegn Partick í InterToto-keppninni árið 1995.  Það er heiður fyrir Keflavík og strákana að vera valdir og óskum við þeim góðs gengis.  ási


Baldur á æfingu fyrir útileikinn gegn Mainz í sumar.
(Mynd: Jón Örvar Arason)