Baldur til Bryne
Baldur Sigurðsson er genginn til liðs við norska liðið Bryne. Baldur er búinn að skrifa undir samning við Bryne og búið er að ganga frá samningum milli félaganna. Það er óhætt að segja að það sé mikil eftirsjá í þessum frábæra leikmanni en Keflavík fékk gott tilboð í Baldur sem ákvað að ganga til liðs við Bryne og því ganga allir sáttir frá þessum viðskiptum. Við þökkum Baldri samveruna og framlag hans til Keflavíkurliðsins og óskum honum góðs gengis í Noregi.
Baldur fagnar marki gegn Fram fyrr í sumar.
(Mynd: Víkurfréttir)