Baráttusigur í Grindavík
Það var hart barist í Grindavík þegar okkar menn heimsóttu heimamenn í 4. umferð Pepsi-deildarinnar. Leikmenn tókust þar á við fremur erfiðar aðstæður og hvern annan en að lokum fór Keflavík með 2-0 sigur af hólmi. Andri Steinn Birgisson gerði fyrra markið rétt fyrir leikhlé og Guðmundur Steinarsson tryggði sigurinn í seinni hálfleik. Eftir leikinn er Keflavík í 2. sæti deildarinnar með 8 stig.
Næsti leikur er heimaleikur gegn ÍBV sunnudaginn 22. maí kl. 20:00.
-
Leikurinn var 29. leikur Keflavíkur og FH í efstu deild. Þetta var 13. sigur Keflavíkur, Grindavík hefur unnið 9 leiki en sjö hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 43-36 fyrir Keflavík.
-
Keflavík hefur nú leikið níu leiki í röð gegn Grindavík í efstu deild án þess að tapa. Síðasti sigur Grindvíkingar í leikjum liðanna kom í síðustu umferð deildarinnar árið 2005. Síðan hefur Keflavík unnið fimm leiki en fjórum hefur lokið með jafntefli.
-
Keflavík hélt loksins hreinu í efstu deild en það gerðist síðast í 27. júní í fyrra í 2-0 sigri gegn Val á Hlíðarenda. Síðan hafði liðið fengið á sig mark í 16 leikjum í röð í efstu deild.
-
Seinna markið í leiknum var í meira lagi sögulegt en Guðmundur Steinarsson skoraði þá 72. mark sitt fyrir Keflavík í efstu deild. Hann hefur þar með jafnað markamet föður síns, Steinars Jóhannssonar. Guðmundur hefur skoraði mörkin 72 í 205 leikjum en Steinar þurfti ekki nema 139 leiki...
-
Andri Steinn Birgisson skoraði annað mark sitt fyrir Keflavík í 12. leik sínum fyrir félagið í efstu deild.
-
Brynjar Örn Guðmundsson kom inn á snemma leiks og lék sinn fyrsta leik í sumar.
Fótbolti.net
,,Ég er gríðarlega sáttur. Það er gríðarlega sterkt að koma í Grindavík og sækja stig og hvað þá þrjú," sagði Andri Steinn Birgisson sem skoraði fyrra mark Keflvíkinga í 2-0 sigri á Grindavík í kvöld.
Andri Steinn skoraði gegn sínum gömlu félögum í kvöld en hann lék með Grindavík á sínum tíma.
,,Það skiptir eiginlega ekki máli á móti hverjum ég skora. Ég hef alltaf kunnað vel við mig á Grindavíkurvelli og það er frábært að vera hérna. Það eru frábærir áhorfendur og það er frábært að koma til Grindavíkur og spila."
,,Ég tileinka þetta mark mömmu minni og bróður mínum. Það er búið að vera töluvert í gangi og þetta er algjörlega fyrir þau tvö," sagði Andri að lokum.
Fréttablaðið / Vísir
Þrátt fyrir að kalt væri í veðri og strekkingsvindur eftir vellinum endilöngum var boðið upp á skemmtilegan knattspyrnuleik þegar Keflavík lagði Grindavík 2-0 í Grindavík í kvöld.
Keflavík er þar með komið í annað sæti deildarinnar með 8 stig, tveimur stigum á eftir KR en Grindavík er í næst neðsta sæti en þarf ekki að örvænta því liðið sýndi flott tilþrif á löngum köflum og mun hala í stig í sumar með svipuðum leik.
Ómar 7, Guðjón - (Brynjar Örn 5), Goran 5, Adam 5, Haraldur 6, Einar Orri 5, Andri Steinn 6, Jóhann Birnir 5 (Magnús Þórir 5), Hilmar Geir 6, Magnús Sverrir 6, Guðmundur 7 (Grétar -),
Morgunblaðið / Mbl.is
Eftir úrslit gærkvöldsins þar sem Keflavík vann góðan 2:0-sigur á Grindavík á útivelli hafa Keflvíkingar grobbréttinn á Suðurnesjum þangað til liðin mætast næst. Keflvíkingar gerðu allt rétt og nýttu færi sín gríðarlega vel. Heimamenn fengu sín færi en vantaði að klára þau betur. Guðmundur Steinarsson gerði það svo sannarlega fyrir Keflavík þegar hann skoraði seinna mark liðsins eftir slæm mistök Óskars í marki Grindavíkur.
MM: Guðmundur.
M: Ómar, Haraldur, Einar Orri, Andri Steinn.
Víkurfréttir
Það var ansi napurt í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn tóku á móti grönnum sínum úr Keflavík í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Keflvíkingar höfðu sigur að þessu sinni 0-2 en hart var barist og bæði lið áttu sín færi. Andri Steinn Birgisson og Guðmundur Steinarssson sáu um markaskorun Keflvíkinga í kvöld en strákarnir úr Bítlabænum nýttu færin ólíkt Grindvíkingum sem var fyrirmunað að skora og Ómar Jóhannsson átti flottan leik í marki Keflvíkinga.
Pepsi-deild karla, Grindavíkurvöllur, 16. maí 2011
Grindavík 0
Keflavík 2 (Andri Steinn Birgisson 43., Guðmundur Steinarsson 63.)
Keflavík: Ómar Jóhannsson, Guðjón Árni Antoníusson (Brynjar Örn Guðmundsson 19.), Goran Jovanovski, Adam Larsson, Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði, Hilmar Geir Eiðsson, Jóhann Birnir Guðmundsson (Magnús Þórir Matthíasson 46.), Einar Orri Einarsson, Andri Steinn Birgisson, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Guðmundur Steinarsson (Grétar Hjartarson 73).
Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Magnús Þór Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Bojan Stefán Ljubicic.
Gul spjöld: Magnús Þórir Matthíasson (54.), Goran Jovanovski (79.).
Dómari: Kristinn Jakobsson.
Aðstoðardómarar: Frosti Viðar Gunnarsson og Viðar Helgason.
Eftirlitsdómari: Sigurður Hannesson.
Áhorfendur: 987.
= Pabbi, Guðmundur búinn að jafna markamet pabba gamla...
(Myndir: Eygló Eyjólfsdóttir)