Benedikt Birkir í úrtak U-19
Benedikt Birkir Hauksson, leikmaður 2. flokks Keflavíkur, hefur verið valin í 29 manna úrtakshóp fyrir U-19 ára landslið pilta. Það er greinilegt að okkar menn eru eftirsóttir af landsliðsþjálfurum yngri liðanna og ber það vott um gott starf á þeim vettvangi.