Bergsteinn í U-17 ára liðinu
Bergsteinn Magnússon hefur verið valinn í U-17 ára landsliðið sem leikur á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Gunnar Guðmundsson, þjálfari liðsins, hefur valið hópinn sem leikur á mótinu sem fram fer í Finnlandi dagana 1.-9. ágúst. Liðið er í riðli með Dönum, Finnum og Englendingum en einnig verður leikið um sæti á mótinu.
Bergsteinn er markvörður og leikur með 3ja flokki Keflavíkur en hann hefur einnig leikið með 2. flokki okkar í sumar. Þá var hann á bekknum í nokkrum leikjum meistaraflokks fyrr í sumar. Við óskum Bergsteini og íslenska liðinu góðs gengis í mótinu.