Bergsteinn með U-17 ára liðinu
Bergsteinn Magnússon lék í marki U-17 ára landsliðsins í fyrsta leik liðsins á Opna Norðurlandamótinu. Strákarnir léku gegn Dönum í gær og töpuðu 0-3. Bergsteinn lék þar sinn fyrsta landsleik og er þar með kominn í stóran hóp landsliðsmanna Keflavíkur. Næsti leikur Íslands er gegn Finnum í dag og liðið leikur síðan gegn Englendingum á föstudag. Við óskum Bergsteini og félögum hans góðs gengis.