Bergsteinn með U-17 ára til Ungverjalands
Bergsteinn Magnússon er í U-17 ára landsliði Íslands sem leikur í milliriðli Evrópumótsins. Riðillinn verður leikinn í Ungverjalandi 22.-30. mars. Bergsteinn á að baki sex leiki með U-17 ára liðinu og var fyrirliði þess í undankeppni Evrópumótsins síðasta sumar. Við óskum Bergsteini og liðsfélögum hans góðs gengis.
Bergsteinn í leik með U-17 ára liðinu í Keflavík síðasta sumar.
(Mynd frá Víkurfréttum)