Fréttir

Knattspyrna | 21. mars 2011

Bergsteinn skrifar undir

Bergsteinn Magnússon hefur skrifað undir nýjan samning við Keflavík og verður í okkar herbúðum næstu þrjú árin.  Bergsteinn er markvörður og er nýorðinn 17 ára.  Þrátt fyrir ungan aldur var hann nokkrum sinnum í leikmannahópi meistaraflokks síðasta sumar en hefur annars leikið með yngri flokkum Keflavíkur.  Þá á hann að baki sex leiki með U-17 ára landsliði Íslands og var fyrirliði þess í undankeppni Evrópumótsins á síðasta ári.  Bergsteinn og félagar hans í U-17 ára liðinu leika einmitt í milliriðli keppninnar í Ungverjalandi á næstu dögum. 

Bergsteinn í leik með U-17 ára liðinu í Keflavík síðasta sumar (Mynd frá Víkurfréttum).