Fréttir

Knattspyrna | 19. janúar 2011

Bergsteinn til Rangers

Bergsteinn Magnússon er á leið til reynslu hjá skoska stórliðinu Glasgow Rangers.  Bergsteinn er 16 gamall markvörður og var fyrirliði U-17 ára landsliðs Íslands á síðasta ári.  Hann leikur með 2. flokki Keflavíkur og var varamarkvörður í nokkrum leikjum Keflavíkur í Pepsi-deildinni í sumar.  Bergsteinn verður hjá Rangers 23.-28. janúar og við óskum honum góðs gengis þar ytra.