Fréttir

Bestu leikmenn sumarsins
Knattspyrna | 19. nóvember 2020

Bestu leikmenn sumarsins

Í ár fór ekki fram lokahóf Knattspyrnudeildarinnar eins og hefur verið gert eftir hvert tímabil.   Það var samt frábær árangur í sumar hjá liðunum okkar sem bæði fóru uppí efstu deild sem hefði verið einstaklega gaman að fagna en það verður að bíða betri tíma.  Það var brugðið á það ráð að gera upp árið með öðruvísi hætti og hafa  val á bestu og efnilegustu leikmönnum karla, kvenna og 2. Flokks karla og fór sú kosning fram með rafrænum hætti.

2. flokkur karla

 

Leikmaður ársins:  Björn Bogi Guðnason

Mestu framfarir: Einar Sæþór Ólason

Besti félaginn: Fannar Freyr Einarsson

Sannur Keflvíkingur: Guðjón Elí Bragason

 

Meistaraflokkur kvenna

 

Leikmaður ársins:  Natasha Moraa Anasi

Efnilegasti leikmaðurinn: Amelía Rún Fjeldsted

Besti félaginn:  Kristrún Ýr Holm

Gullskórinn

Natasha Moraa Anasi með 14 mörk í 17 leikjum

Silfurskórinn

Paula Isabelle Germino Watnick með 8 mörk í 16 leikjum

Fallegasta markið

Claudia Nicole Cagnina, sigurmark vs. Aftureldingu 12.sept

Flestar stoðsendingar

Natasha Moraa Anasi með 8 stoðsendingar

 

Meistaraflokkur karla

 

Besti leikmaðurinn:  Joey Gibbs

Efnilegasti leikmaðurinn: Kian Williams

Gullskórinn:

Joey Gibbs- 21 mark í 19 leikjum

Silfurskórinn:

 Kian Williams – 5 mörk í 14 leikjum

Fallegasta markið:

  Kian Williams, mark sem hann skoraði á móti Vestra á Nettóvellinum 26.júlí