Fréttir

Knattspyrna | 22. júní 2008

Bikardráttur á mánudag

Á mánudaginn verður dregið í 16 liða úrslit VISA-bikarsins.  Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 12:00.  Tíu úrvalsdeildarlið eru í pottinum, þrjú lið úr 1.deild og þrjú úr 2. deild.  Leikirnir í 16 liða úrslitunum verða spilaðir 2. og 3. júlí. 

Í viðtali við Fótbolta.net vildi Magnús Þorsteinsson fá Víðismenn og mæta þar með bróður sínum Þorsteini.  En fleiri í hópnum hafa sérstakar óskir um mótherja í næstu umferð.  Kristján þjálfari væri ekki á móti Suðurnesjaslag á heimavelli og Jón Örvar liðsstjóri vill fá heimaleik gegn Reyni Sandgerði enda næst langflottasta lið landsins.  Gummi Steinars vill líka fá leik gegn Reyni vegna þess að þeir eru með fallegasta sjúkraþjálfarann (það er auðvitað Anna Pála eiginkona hans).  Falur sjúkraþjálfari Keflavíkur vill fá Víði enda stutt að fara og hann er tengdur í Garðinn en kona Fals, hún Elín er úr Garðinum.  Guðjón Antoníusson vill fá heimaleik gegn Víði, hans gamla lið og hann þekkir alla leikmennina mjög vel.  Það er greinilegt að allir vilja Suðurnesjaslag og það kemur í ljós á mánudag hvaða lið við fáum.  

Félögin sem verða í pottinum á mánudag:
• HK
• Fylkir
• Grindavík
• Víkingur R.
• Haukar
• Víðir
• Reynir S.
• ÍBV
• KR
• Fram
• Valur
• FH
• Hamar
• Breiðablik
• Keflavík
• Fjölnir


Keflavík fagnar bikarsigri árið 2006.
(Mynd frá
Víkurfréttum)