Fréttir

Knattspyrna | 12. júní 2003

Bikarhelgi framundan

Það er sannkölluð bikarhelgi framundan hjá knattspyrnumönnum landsins en um helgina verður leikið í 32 liða úrslitum VISA-bikarsins, bikarkeppni KSÍ.  Á föstudagskvöld mætir Keflavík liði Tindastóls á Sauðárkróki og hefst leikurinn kl. 19:15 ef einhver á leið um Norðurland.  Á laugardaginn kl. 14:00 verður síðan stórleikur á Keflavíkurvelli þegar U23 ára lið Keflavíkur mætir úrvalsdeildarliði Grindavíkur.  Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn og styðja strákana í baráttunni.