Bikarinn búinn í ár
Keflavík tapaði fyrir Grindavík í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla þegar liðin mættust á Nettó-vellinum. Aðeins eitt mark sá dagsins ljós og það var Alex Freyr Hilmarsson sem skoraði það þegar um hálftími var liðinn af leiknum. Annars var jafnræði með liðunum í leiknum og markverðirnir sáu til þess að mörkin urðu ekki fleiri.
Næsti leikur er heimaleikur gegn FH á Nettó-vellinum laugardaginn 16. júní kl. 14:00.
-
Þetta var annar bikarleikur Keflavíkur og Grindavíkur. Nú er jafnt á komið með liðunum í keppninni en Keflavík vann fyrri bikarleikinn einmitt 1-0.
-
Keflavík datt síðast út í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar árið 1998 en hafði náð lengra en það í keppninni undanfarin 13 ár.
-
Ísak Örn Þórðarson kom inn á sem varamaður undir lokin og lék sinn fyrsta leik í sumar. Kristinn Björnsson var í fyrsta skipti í leikmannahópi Keflavíkur í sumar en lék ekki.
Borgunarbikarinn, Nettó-völlurinn, 6. júní 2012
Keflavík 0
Grindavík 1 (Alex Freyr Hilmarsson 32.)
Keflavík: Ómar Jóhannsson, Viktor Smári Hafsteinsson (Ísak Örn Þórðarson 83.), Jóhann R. Benediktsson, Magnús Þór Magnússon, Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði, Magnús Sverrir Þorsteinsson (Sigurbergur Elísson 67.), Einar Orri Einarsson, Arnór Ingvi Traustason, Frans Elvarsson (Hilmar Geir Eiðsson 67.), Jóhann Birnir Guðmundsson, Guðmundur Steinarsson.
Varamenn: Bergsteinn Magnússon, Kristinn Björnsson, Denis Selimovic, Bojan Stefán Ljubicic.
Gul spjöld: Arnór Ingvi Traustason (61.), Frans Elvarsson (63.), Haraldur Freyr Guðmundsson (74.), Einar Orri Einarsson (90.).
Dómari: Kristinn Jakobsson.
Aðstoðardómarar: Birkir Sigurðarson og Haukur Erlingsson.
Eftirlitsdómari: Eyjólfur Ólafsson.