BIKARINN: Fyrsti úrslitaleikurinn gegn KR
Vonandi vita allir stuðningsmenn Keflavíkur að næsta laugardag leikum við til úrslita í VISA-bikarnum gegn KR. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 14:00 og að sjálfsögðu mæta okkar góðu stuðningsmenn, allir sem einn. Fyrir þá sem ekki eiga heimangegnt er rétt að taka fram að leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
Þetta er í fyrsta skipti sem Keflavík og KR mætast í úrslitum bikarkeppni KSÍ þó bæði þessi lið hafi oft leikið til úrslita. Keflavík hefur átta sinnum leikið til úrslita í bikarnum og unnið þrisvar sinnum. KR hefur leikið 13 úrslitaleiki og unnið bikarinn 10 sinnum, þar af fimm fyrstu árin sem bikarkeppni KSÍ fór fram. Þessi félög hafa því tekið þátt í 21 úrslitaleik þau 46 ár sem keppnin hefur farið fram.
2005 Fram - Valur 0:1 2004 Keflavík - KA 3:0 2003 ÍA - FH 1:0 2002 Fylkir - Fram 3:1 2001 Fylkir - KA 2:2, 7:6 Víti 2000 ÍA - ÍBV 2:1 1999 KR - ÍA 3:1 1998 ÍBV - Leiftur 2:0 1997 Keflavík - ÍBV 1:1, 0:0, 5:4 Víti 1996 ÍA - ÍBV 2:1 1995 KR - Fram 2:1 1994 KR - Grindavík 2:0 1993 ÍA - ÍBK 2:1 1992 Valur - KA 5:2 1991 Valur - FH 1:1, 1:0 1990 Valur - KR 1:1, 0:0, 5:4 Víti 1989 Fram - KR 3:1 1988 Valur - ÍBK 1:0 1987 Fram - Víðir 5:0 1986 ÍA - Fram 2:1 1985 Fram - ÍBK 3:1 1984 ÍA - Fram 2:1 1983 ÍA - ÍBV 2:1 |
1982 ÍA - ÍBK 2:1 1981 ÍBV - Fram 3:2 1980 Fram - ÍBV 2:1 1979 Fram - Valur 1:0 1978 ÍA - Valur 1:0 1977 Valur - Fram 2:1 1976 Valur - ÍA 3:0 1975 ÍBK - ÍA 1:0 1974 Valur - ÍA 4:1 1973 Fram - ÍBK 2:1 1972 ÍBV - FH 2:0 1971 Víkingur - Breiðablik 1:0 1970 Fram - ÍBV 2:1 1969 ÍBA - ÍA 1:1, 3:2 1968 ÍBV - KR b 2:1 1967 KR - Víkingur 3:0 1966 KR - Valur 1:0 1965 Valur - ÍA 5:3 1964 KR - ÍA 4:0 1963 KR - ÍA 4:1 1962 KR - Fram 3:0 1961 KR - ÍA 4:3 1960 KR - Fram 2:0 |
Fyrstu bikarmeistarar Keflavíkur. Liðið sem vann bikarinn árið 1975.
(Mynd: Morgunblaðið)