Fréttir

Knattspyrna | 28. september 2006

BIKARINN: Keppt við KR í 11. sinn

Úrslitaleikur VISA-bikarsins í ár verður 11. viðureign Keflavíkur og KR í bikarkeppninni.  Liðin mættust fyrst árið 1963 og þá sigruðu KR-ingar 3-2 í undanúrslitum keppninnar.  Síðast mættust liðin í 16 liða úrslitum árið 2000 og þá vann Keflavík 2-1 á KR-velli.  Af leikjunum 10 í bikarkeppninni hefur KR unnið sex en Keflavík hefur unnið fjóra.  Markatalan er 16-23, KR í hag.

2000 16 liða úrslit KR - Keflavík 1-2 Hjálmar Jónsson
Guðmundur Steinarsson
1995 Undanúrslit Keflavík - KR 0-1
1990 Undanúrslit Keflavík - KR 2-4 Marco Tanasic
Óli Þór Magnússon
1984 16 liða úrslit KR - Keflavík 5-1 Ragnar Margeirsson
1982 Undanúrslit Keflavík - KR 2-1 Ragnar Margeirsson 2
1975 Undanúrslit Keflavík - KR 2-1 Jón Ólafur Jónsson
Guðjón Guðjónsson
1972 8 liða úrslit KR - Keflavík 2-4 Steinar Jóhannsson
Jón Ólafur Jónsson
Einar Gunnarsson
Ólafur Júlíusson
1967 8 liða úrslit KR - Keflavík 2-1 Einar Gunnarsson
1966 Undanúrslit Keflavík - KR 0-3
1963 Undanúrslit KR - Keflavík 3-2 Jón Jóhannsson
Sigurður Albertsson