Fréttir

Knattspyrna | 28. september 2006

BIKARINN: Miðasala og upphitun

Forsala á bikarúrslitaleiknn verður í Samkaupum fimmtudag og föstudag frá kl. 15:00 báða dagana.  Þar verða einnig seldar Keflavíkurtreyjur og annar varningur á góðu verði.  Athugið að fyrstir koma, fyrstir fá.  Tekið verður við peningum og greiðslukortum.  Einnig er hægt að kaupa miða á leikinn á www.midi.is

Miðaverð er 1.500 kr. fyrir 12 ára og eldri en 1.200 ef greitt er með VISA-korti.  Fyrir 11-16 ára kostar 300 krónur en frítt er inn fyrir börn 10 ára og yngri.  Miðasala við Laugardalsvöll hefst kl. 12:00 á laugardaginn.  Vallarhliðin verða opnuð kl. 13:15.

Stuðningsmenn Keflavíkur hita upp fyrir leikinn í anddyri Laugardalshallarinnar kl. 11:00 - 13:30.  Þær mætir PUMA-sveitin að sjálfsögðu og heldur uppi fjörinu eins og þeim einum er lagið.  Seldar verða veitingar, bjór og grillaðar pylsur og Keflavíkurvarningur.  Boðið verður upp á andlitmálningu, tattoo, veifur og eitthvað fleira.  Munið að fjörið byrjar kl. 11:00 og allir að mæta.

Stuðningsmenn Keflavíkur verða norðanmegin í báðum stúkunum, þ.e. nær Laugardalslauginni.  KR-ingar verða þá sunnanmegin...


Keflvíkingar á bikarúrslitaleiknum 2004.
(Mynd: Jón Örvar Arason)