BIKARINN: Þórarinn og Guðmundur með flesta bikarleiki
Þegar litið er á bikarreynslu Keflavíkurliðsins kemur ekki á óvart að það eru „gömlu“ mennirnir í hópnum sem hafa leikið flesta bikarleiki. Þórarinn Kristjánsson er þar efstur á blaði með 24 leiki í bikarkeppninni og Guðmundur Steinarsson kemur þar rétt á eftir með 23 leiki. Þessir tveir eru með mun fleiri leiki en aðrir leikmenn í hópnum, enda hoknir af reynslu. Þeir Þórarinn og Guðmundur eru líka einu leikmenn Keflavíkurliðsins sem tóku þátt í bikarsigrinum 1997 en þeir voru þá nýbyrjaðir að leika með meistaraflokki. Ekki er þó aldurinn að buga þá félaga, Guðmundur er 26 ára gamall og Þórarinn er 25 ára. Aðrir leikmenn eru með heldur færri leiki og sex leikmenn eru eftir sem tóku þátt í bikarmeistaratitlinum fyrir tveimur árum. Það sýnir vel þær sífelldu breytingar sem verða hjá íslenskum knattspyrnuliðum.
Þegar kemur að bikarmörkum þarf ekki að taka fram að þar eru efstir á blaði piltar tveir sem heita Þórarinn og Guðmundur. Þeir hafa báðir skorað 16 bikarmörk. Það er athyglisvert að Þórarinn hefur náð að skora á 8 af þeim 9 tímabilum sem hann hefur leikið bikarleik með Keflavík. Næstur er Magnús Þorsteinsson með fjögur mörk og Stefán Örn Arnarson með þrjú. Þeir Jónas Guðni Sævarsson og Símun Samuelsen hafa svo báðir skorað eitt bikarmark.
Þórarinn Kristjánsson |
24 |
Bikarmeistari 1997 og 2004 |
Guðmundur Steinarsson |
23 |
Bikarmeistari 1997 og 2004 |
Guðjón Antoníusson |
12 |
Bikarmeistari 2004 |
Jónas Guðni Sævarsson |
12 |
Bikarmeistari 2004 |
Magnús Þorsteinsson |
12 |
Bikarmeistari 2004 |
Ómar Jóhannsson |
9 |
|
Branko Milicevic |
5 |
|
Magnús Þormar |
4 |
Bikarmeistari 2004 |
Stefán Örn Arnarson |
4 |
|
Baldur Sigurðsson |
3 |
|
Guðmundur Mete |
3 |
|
Hallgrímur Jónasson |
3 |
|
Kenneth Gustafsson |
3 |
|
Símun Samuelsen |
3 |
|
Þorsteinn Atli Georgsson |
2 |
|
Einar Orri Einarsson |
1 |
|
Ólafur Jón Jónsson |
1 |
Þórarinn hefur átt góðu gengi að fagna með Keflavík í bikarnum.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)