Fréttir

Knattspyrna | 11. júní 2004

Bikarleikur á Húsavík á laugardag

Völsungur og Keflavík leika í 32 liða úrslitum VISA-bikarsins og fer leikurinn fram á Húsavíkurvelli á morgun, laugardag kl. 14:00.  Völsungur leikur í 1. deild og er nú í 7. sæti deildarinnar eftir 5 umferðir.

Þetta er fyrsti bikarleikur liðanna en þau hafa leikið fjóra leiki í efstu deild, árin 1987 og 1988.  Keflavík vann þrjá leiki en Völsungur einn og markatalan úr þeim var 9-5 fyrir Keflavík.  Liðin léku einnig saman í B-deild árið 1981 og þá vann Keflavík báða leikina, samtals 4-1.