Bikarleikur á Skaga á sunnudag kl. 19:15
Keflvíkingar heimsækja Skagamenn sunnudaginn 23. júlí og spila þar í 8 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ og hefst leikurinn kl 19:15. Leikir þessara liða hafa ávallt verið hörkuleikir og þessi verður örugglega engin undantekning. Keflavík og ÍA hafa þrisvar sinnum mæst í úrslitaleik í þessari keppni. Keflvíkingar unnu 1-0 árið 1975 (sjá hér að neðan) og töpuðu tvisvar árin 1982 og 1993, báðum leikjunum 1-2. Lið Skagamanna er á mikilli siglingu þessa dagana en eftir þjálfaraskiptin hafa þeir unnið þrjá leiki í röð hér heima. Þeir unnu Fram í bikarnum á útivelli 2-3, Grindavík 2-1 og svo KR í Frostaskjólinu 2-3 í hörkuleik. Skagamenn töpuðu fyrir Randers 1-0 á útivelli í Evrópukeppninni. Keflvíkingar hafa ekki tapað í síðustu sex leikjum sínum. Þeir gerðu jafntefli við Val 0-0 á útivelli, unnu Breiðablik heima 5-0, unnu Leikni í bikarnum úti 0-3, gerðu jafntefli við Lilleström 2-2 í Intertoto Cup á heimavelli, unnu ÍBV 6-2 heima og gerðu síðast jafntefli við Víking úti 1-1. Bæði lið hafa verið að standa sig vel undanfarið svo að það má búast við hörkuleik á sunnudaginn. Spáð er góðu veðri svo að það ætti ekki að skemma fyrir.
Við vonumst eftir góðum stuðning úr Keflavíkinni en eftir mætingu í síðustu tveimur leikjum okkar þá ættum við ekki að vera hræddir um annað en að fólkið okkar mæti og hvetji liðið okkar af krafti. Stuðningurinn hefur svo mikið að segja og þetta er úrslitaleikur um áframhaldandi þátttöku í keppninni.
Dómari á sunnudaginn verður Einar Örn Daníelsson og honum til aðstoðar verða þeir Pjetur Sigurðsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson. Eftirlitsmaður KSÍ verður Eysteinn B. Guðmundsson og varadómari Leiknir Ágústsson.
Sjáumst upp á Skaga á sunnudaginn.
ÁFRAM KEFLAVÍK.
JÖA
Úrslit í leikjum Keflavíkur og ÍA í bikarnum hafa orðið þessi:
2003 |
ÍA - Keflavík |
1-0 | |||
1993 (Úrsl.) |
ÍA - Keflavík |
2-1 | Marco Tanasic | ||
1988 |
ÍA - Keflavík |
0-1 | Guðmundur Sighvatsson | ||
1987 |
ÍA - Keflavík |
1-2 | Sigurður Björgvinsson Sigurjón Sveinsson | ||
1983 |
Keflavík - ÍA |
1-3 | Björgvin Björgvinsson | ||
1982 (Úrsl.) |
ÍA - Keflavík |
2-1 | Ragnar Margeirsson | ||
1979 |
ÍA - Keflavík |
1-0 | |||
1976 |
ÍA - Keflavík |
3-1 | Steinar Jóhannsson | ||
1975 (Úrsl.) |
ÍA - Keflavík |
1-0 | Einar Gunnarsson | ||
1973 |
ÍA - Keflavík |
0-3 | Steinar Jóhannsson 2 Karl Hermannsson | ||
1965 |
ÍA - Keflavík |
2-0 | |||
1965 |
ÍA - Keflavík |
1-1 | Jón Jóhannsson | ||
1961 |
ÍA - Keflavík |
2-1 | Hólmbert Friðjónsson | ||
1960 |
ÍA - Keflavík |
6-0 |
Grein úr Morgunblaðinu um úrslitaleik ÍA og Keflavíkur árið 1975.