Bikarleikur Fjölnir-Keflavík
Í dag var dregið í Visa-bikarnum og drógumst við á móti Fjölni í Grafarvogi. Leikurinn mun fara fram á heimavelli Fjölnis mánudaginn 20. júní kl. 19:15. Eins og öllum er ljóst þá höfum við bikar að verja og ætlum ekkert að láta hann af hendi baráttulaust. Fjölnir leikur í fyrstu deild og er eins og staðan er í dag fyrir neðan miðju. Enginn ætti þó að vanmeta Fjölni því við þekkjum það sjálf að öll lið mæta af fullum krafti á móti liðum úr efri deildum. Það sama gerðum við þegar við lékum í fyrstu deild, og Fjölnir mun örugglega mæta gera allt sem þeir geta til að vinna sjálfa Bikarmeistarana.
Það verður gaman að mæta á leik í Grafarvoginn og án efa er þetta framtíðar úrvalsdeildarlið sem við erum að fara að mæta.
Rúnar I. Hannah
Stuðningsmannasíða Keflavíkur