Fréttir

Knattspyrna | 1. júní 2004

Bikarleikur hjá stelpunum í kvöld!

Við minnum á að meistaraflokkur kvenna tekur á móti liði ÍA í VISA-bikarnum í kvöld.  Leikurinn hefst á Keflavíkurvelli kl. 20:00.  Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn og hvetja stelpurnar.  Lið ÍA leikur nú í 1. deild en hefur yfirleitt verið í fremstu röð í kvennaboltanum.  Það er því að ljóst að stelpurnar okkar fá verðugt verkefni í kvöld en þær voru að leika vel í deildarbikarnum í vor og eru til alls líklegar.

Fyrsti leikurinn í Íslandsmótinu er svo næsta föstudag þegar liðið fær Hauka í heimsókn.  Þessi lið hafa einmitt leikið marga hörkuleiki undanfarin ár og verður þessi varla nein undantekning.  Leikurinn hefst kl. 20:00.