Fréttir

Bikarleikur í Grindavík
Knattspyrna | 16. maí 2015

Bikarleikur í Grindavík

Það verður nágrannaslagur í Borgunarbikar kvenna þegar Grindavík og Keflavík mætast í 2. umferð keppninnar.  Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli sunnudaginn 17. maí og hefst kl. 16:00.  Dómari leiksins verður Skúli Freyr Brynjólfsson og aðstoðardómarar þeir Guðmundur Ævar Guðmundsson og Elvar Guðmundsson.  Grindavík og Keflavík leika bæði í 1. deild kvenna en í sumar leika þessi lið reyndar í sitt hvorum riðlinum í deildinni.

Keflavík komst í aðra umferðina með sigri á liði Tindastóls í miklum markaleik.  Lokatölur urðu 4-3 í Reykjaneshöllinni.  Margrét Hulda Þorsteinsdóttir skoraði tvö mörk í leiknum og sigurmarkið í blálokin en tvíburasysturnar Anita Lind og Eva Lind Daníelsdætur skoruðu einnig.