Fréttir

Knattspyrna | 2. júlí 2008

Bikarleikur Keflavík - FH á fimmtudag kl. 19:15

Það verður sannkallaður stórleikur fimmtudaginn 3. júli þegar Keflavík og FH mætast í 16 liða úrslitum VISA-bikars karla.  Leikur liðanna fer fram á Sparisjóðsvellinum í Keflavík og hefst kl. 19:15.  Það má enginn missa af þessum leik enda mætast þar bikarmeistarar síðustu tveggja ára og tvö efstu liðin í Landsbankadeildinni.  Dómari leiksins verður hinn eini sanni Garðar Örn Hinriksson, aðstoðardómarar hans verða Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Oddbergur Eiríksson en eftirlitsmaður KSÍ er Eyjólfur Ólafsson.  Dregið verður í 8 liða úrslit bikarsins á föstudaginn og svo er bara að sjá hvort liðið verður þá í pottinum.

Nokkur forföll eru í Keflavíkurliðinu fyrir þennan stórleik.  Þrír sterkir leikmenn eru frá vegna meiðsla og geta ekki tekið þátt í leiknum en það eru þeir Nicolai Jörgensen, Hans Mathiesen og Jón Gunnar Eysteinsson.

Keflavík og FH hafa leikið sex sinnum dregist saman í bikarkeppninni, fyrst árið 1972 og síðast árið 2000.  Liðin hafa reyndar leikið sjö bikarleiki því fyrsta leik liðanna árið 1972 lauk með jafntefli og þá var leikinn annar leikur.  Síðast mættust liðin í bikarnum árið 2000 og þá vann FH í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli.  Hvort lið hefur unnið þrjá leiki og markatalan er 7-5 fyrir Keflavík.

2000 8 liða úrslit Keflavík - FH  1-1 (7-8) Guðmundur Steinarsson
1996 16 liða úrslit 

Keflavík - FH 

2-0 Eysteinn Hauksson
Ragnar Margeirsson
1992 16 liða úrslit 

Keflavík - FH 

1-2 Georg Birgisson
1986 8 liða úrslit

FH - Keflavík

2-0 Freyr Sverrisson
1973 8 liða úrslit

Keflavík - FH 

2-0 Steinar Jóhannsson
Sjálfsmark
1972 Undanúrslit

Keflavík - FH 

0-0
1972 Undanúrslit

FH - Keflavík

2-0