Fréttir

Knattspyrna | 2. október 2004

Bikarmeistarar!

Það þarf ekki að fara mörgum um það að Keflavík varð í dag bikarmeistari í þriðja skipti.  Liðið vann KA 3-0 í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli.  Þórarinn Kristjánsson skoraði tvö fyrstu mörkin og Hörður Sveinsson bætti því þriðja við rétt undir leikslok.  Dagurinn í dag var dagur Keflvíkinga; liðið var betra en lið KA á öllum sviðum og átti sigurinn skilinn og stuðningsmennirnir fóru á kostum á pöllunum.  Fjölmenni tók síðan á móti liðinu í miðbæ Keflavíkur seinnipartinn.  Við ætlum ekki að fjalla meira um leikinn í bili enda hafa Keflvíkingar væntanlega verið á vellinum eða séð hann í sjónvarpi.  Nú er að fagna sigrinum en við birtum myndir frá leiknum og stemmningunni næstu daga.  Til hamingju!!

    

Myndir: Víkurfréttir