Fréttir

Knattspyrna | 4. október 2004

BIKARMYNDIR: Upphitun og mætt á völlinn

Laugardagurinn var sannkallaður bikardagur hjá Keflvíkingum.  Liðið landaði þriðja bikarmeistaratitili félagsins og stuðningsmennirnir voru öflugir á pöllunum og áttu sinn þátt í sigrinum og skemmtuninni í Laugardalnum.  Margir tóku daginn snemma og hituðu upp á Broadway og mættu síðan tilbúnir í slaginn á völlinn.  Hér má sjá nokkrar myndir sem Jón Örvar tók af stemmningunni.  Myndir sem Jón tók á leiknum sjálfum birtast síðan fljótlega hér á síðunni og hvetjum við fólk til að skoða þær.