Bikarslagur í kvöld
Í kvöld er komið að bikarkeppninni þegar okkar menn heimsækja Leiknismenn í Breiðholtið. Leikurinn hefst á Leiknisvelli kl. 19:15. Leiknismenn unnu 2. deildina í fyrra, hafa verið að leika vel í þeirri fyrstu í sumar og eru um miðja deild. Búið er að draga í næstu umferð bikarsins og sigurliðið í kvöld fær útileik gegn ÍA í 8 liða úrslitunum. Það má því búast við hörkuleik og ekta bikarleik í kvöld og ástæða til þess að hvetja stuðningsmenn til að mæta og styðja okkar menn.
Keflavík teflir fram sama 18 manna hópi og í tveimur síðustu leikjum gegn Breiðablik og Lilleström. Okkar menn eru allir heilir og tilbúnir í slaginn. Dómari í kvöld er Erlendur Eiríksson, aðstoðarmenn hans þeir Einar K. Guðmundsson og Halldór Örn Svansson. Eftirlitsmaður KSÍ er Valur Benediktsson.
Hópurinn:
Ómar
Magnús Þormar
Guðjón
Guðmundur Mete
Kenneth
Hallgrímur
Ragnar
Branko
Hólmar Örn
Jónas
Baldur
Einar Orri
Viktor
Símun
Magnús Þorsteins
Guðmundur Steinars
Stefán Örn
Þórarinn