Fréttir

Knattspyrna | 14. júní 2003

Bikartap hjá strákunum

Í dag lék U23 ára lið Keflavíkur gegn Grindvíkingum í 32 liða úrslitum VISA-bikarsins.  Eins og við mátti búast áttu okkar menn í vök að verjast en strákarnir börðust vel og stóðu svo sannarlega fyrir sínu.  Lokatölur leiksins urðu 0-3; Sinisa Kekic kom gestunum yfir eftir um fimmtán mínútna leik, Ólafur Örn Bjarnason bætti öðru marki við úr vítaspyrnu fimmtán mínútum fyrir leikslok og þriðja markið var svo sjálfsmark. 

Grindvíkingar stilltu upp sínu sterkasta liði og þess má geta að í leikmannahópi þeirra voru fjórir fyrrverandi leikmenn Keflavíkurliðsins og einn fyrrum leikmaður Manchester United; gaman að sjá að Grindavík sækir leikmenn sína í helstu lið knattspyrnuheimsins.

Í leiknum voru nýjir varabúningar Keflavíkur vígðir en þeir eru alrauðir.

Keflavík U23 ára - Grindavík
Úr leik U23 ára liðs Keflavíkur og Grindavíkur. Athugið að það eru Keflvíkingar sem eru í rauðu!