Bikarundanúrslit - Punktar
Undanúrslitaleikur HK-KEFLAVÍK verður á Laugardalsvelli sunnudaginn 26. september kl. 14:00.
Dómarar leiksins verða:
Dómari: Jóhannes Valgeirsson.
Aðstoðardómari 1: Einar K. Guðmundsson.
Aðstoðardómari 2: Sigurður Óli Þórleifsson.
Varadómari: Garðar Örn Hinriksson.
Eftirlitsmaður KSÍ: Helgi Þorvaldsson.
Leið félaganna í undanúrslit:
HK lék alla sína leiki á heimavelli og fékk ekki á sig mark.
2. umferð - HK-Deiglan 3-0.
32 liða úrslit - HK-ÍA: 1-0.
16 liða úrslit - HK-Reynir Sandgerði: 1-0
8 liða úrslit - HK-Valur: 1-0.
KEFLAVÍK lék alla sína leiki á útivöllum og fékk ekki á sig mark frekar en HK.
32 liða úrslit - Völsungur-KEFLAVÍK: 0-3.
16 liða úrslit - Fram-KEFLAVÍK: 0-1.
8 liða úrslit - Fylkir-KEFLAVÍK: 0-1.
Besti árangur HK í bikarkeppni þar til nú var 16-liða úrslit 1993. KEFLAVÍK hefur tvívegis orðið bikarmeistari, árin 1975 og 1997.
Í ár fara undanúrslitaleikir VISA-bikarsins fram að loknu Íslandsmóti og er þetta í fyrsta sinn sem sá háttur er hafður á.
KA er eina liðið sem þurft hefur að fara í gegnum vítaspyrnukeppni til að komast áfram, gegn ÍBV í 8-liða úrslitum.
1. deildarlið HK er eina liðið sem leikur utan Landsbankadeildar af liðunum fjórum sem leika í undanúrslitum.
Hlutskipti liðanna þriggja sem leika í Landsbankadeildinni var ólíkt í deildarkeppninni. FH hampaði Íslandsmeistaratitli, Keflavík var um miðja deild, en KA féll í 1. deild.
HK missti naumlega af sæti í Landsbankadeild og hafnaði í þriðja sæti 1. deildar.