Fréttir

Knattspyrna | 1. október 2004

Bikarundirbúningur - Veisla hjá Ása

Undirbúningur fyrir bikarúrslitaleikinn hefur verið í fullum gangi alla vikuna, hjá stjórn og starfsmmönnum knattspyrnudeildar, stuðningsmönnum og auðvitað hjá liðinu.  Í dag var sett á létt æfing í hádeginu og var létt yfir mannskapnum.  Eftir æfinguna skelltu menn sér svo í kjúkling hjá Ása framkvæmdastjóra sem flutti einnig létta hvatningarræðu og það gerði Rúnar formaður reyndar einnig.  Sem betur var Ási ekki einn í eldamennskunni, frúin hjálpaði til en hún er útlærður kokkur og sá til þess að allt færi fram eftir kúnstarinnar reglum.  Hér koma nokkrar myndir úr veislunni sem Jón Örvar smellti af.


Ási og frú hans gera matinn kláran fyrir strákana.


Kjúklingur "a la Ási".


Ási spjallar við mannskapinn.


Strákarnir hlusta vel á Ása.


...og enn er hlustað.


Jónas, Dói, Stefán og Zoran.


Óskar, þessi ómissandi.


Rúnar formaður talar til strákanna.


Guðjón, Gummi og Scotty.