Bikarúrslitaleikur 3. flokks karla
Næstkomandi laugardag þann 6. september tekur 3. flokkur karla Keflavíkur á móti Fjölnismönnum á Sparisjóðsvellinum í Keflavík klukkan 12:00 í úrslitaleik VISA-bikarkeppni KSÍ.
Árangur okkar í sumar hefur verið góður, t.d. fórum við alla leið í úrslitaleikinn á Rey-Cup þar sem við biðum lægri hlut á móti Charlton frá Englandi í vítaspyrnukeppni. Gengið í deildinni hefur einnig verið gott en við erum í 2. sæti í B-deild og eigum möguleika á að komast í efsta sætið og öðlast þátttökurétt í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn og erum þegar búnir að tryggja okkur sæti í A-deild að ári.
Fyrir hönd allra í 3. flokki karla Keflavíkur vonum við að sjá sem flesta og styðja við bakið á okkur.