Bjarki Freyr hættur
Bjarki Freyr Guðmundsson hefur komist að samkomulagi við Keflavík um að fá sig lausan undan samningi sínum við félagið. Hann er genginn til liðs við Þrótt í Reykjavík en aðalmarkvörður þeirra er við nám erlendis fram á vor. Liðið sárvantaði því markvörð og Bjarki sá þar möguleika á að tryggja sér markvarðarstöðuna. Við þökkum Bjarka hans framlag fyrir Keflavík og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.