Bjarni Hólm til Keflavíkur
Bjarni Hólm Aðalsteinsson er genginn til liðs við Keflavík frá ÍBV. Hann er sterkur miðvörður sem hefur leikið með liði ÍBV undanfarin fjögur ár en áður lék hann með Hugin og Fram. Bjarni er 24 ára gamall og á að baki 2 leiki með U-21 árs landsliði Íslands auk leikja með yngri landsliðum. Það er ljóst að Bjarni verður okkur mikill styrkur enda hafa sterkir varnarmenn yfirgefið liðið frá í fyrra. Verið er að ganga frá félagaskiptunum og Bjarni var því ekki í leikmannahópnum gegn ÍR en verður til í slaginn í næsta leik.
Þá hefur Viktor Guðnason skrifað undir þriggja ára samning við Keflavík en hann er einn af okkar fjölmörgu ungu og efnilegu leikmönnum.
Bjarni kominn í Keflavíkurbúninginn.
(Mynd frá Víkurfréttum)