Fréttir

Knattspyrna | 28. apríl 2005

Bjóðum Baldur velkominn

Eins og fram hefur komið gekk Baldur Sigurðsson á dögunum til liðs við Keflavíkur frá Völsungi.  Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið fyrir æfingaleik gegn Víkingum í síðustu viku og hélt upp á það með því að skora í leiknum.  Baldur er fæddur 24. apríl 1985 og þykir geysiefnilegur.  Hann hefur leikið 5 leiki með U-19 ára landsliði Íslands og skorað eitt mark.  Baldur lék 17 leiki með Völsungum í 1. deildinni síðasta sumar og skoraði 4 mörk, hann hefur alls leikið 63 deildarleiki og skorað 21 mark.  Við bjóðum Baldur velkominn til Keflavíkur og væntum mikils af honum í framtíðinni.


Baldur Sigurðsson, ekki kominn í Keflavíkurbúninginn.
(Mynd: Jón Örvar Arason)