Fréttir

Knattspyrna | 26. september 2008

Bjóðum Íslandsmeisturum fyrri ára á völlinn

Knattspyrnudeild Keflavíkur býður öllum þeim hafa orðið Íslandsmeistarar með Keflavík á leikinn gegn Fram í lokaumferð Landsbankadeildarinnar.  Viðkomandi kappar þurfa aðeins að gefa sig fram í miðasölu.  Ef einhver er ekki viss þá varð Keflavík Íslandsmeistari árin 1964, 1969, 1971 og 1973.  Við hlökkum til að sjá gömlu kempurnar á vellinum á morgun eins og alla Keflvíkinga.


Íslandsmeistaratitillinn árið 1973.