Fréttir

Knattspyrna | 29. mars 2007

Björg Ásta, Elísabet Ester og Dúfa endurnýja samninga

Þrír leikmenn endurnýjuðu samninga sína við Keflavík í gær, miðvikudag.  Þær Björg Ásta Þórðardóttir, Elísabet Ester Sævarsdóttir og Dúfa Ásbjörnsdóttir skrifuðu undir tveggja ára samninga við félagið. 

Björg Ásta hefur verið einn af burðarásum meistaraflokks undanfarin ár.  Hún á að baki 71 meistaraflokksleik; 25 með Keflavík og 46 með Breiðablik.  Björg hefur leikið 43 landsleiki að baki; 8 með A-landsliði, 12 með U-21, 15 U-19 og 8 U-17.  Elísabet Ester hefur leikið 38 meistaraflokksleiki, 31 með Keflavík og 7 með RKV.  Dúfa á að baki 26 meistaraflokksleiki með Breiðablik og 3 U-21 landsleiki.  Er þetta frábær viðbót við þær Lilju Írisi Gunnarsdóttur og Guðnýju Petrínu Þórðardóttur sem endurnýjuðu sýna samninga við Keflavík núna fyrr í vetur.


Björg Ásta og Sigrún Sigvaldadóttir stjórnarmaður
í meistaraflokksráði kvenna við undirskriftina.


Elísabet Ester...


...og Dúfa ásamt Þórði Þorbjörnssyni, formanni meistaraflokksráðs kvenna, við undirskrift.

ÞÞ