Björg Ásta í landsliðið
Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið valin í landsliðshóp kvenna sem leikur tvo leiki gegn Ólympíumeisturunum Bandaríkjanna. Björg Ásta var kölluð inn í hópinn þegar ljóst varð að Erla Steinunn Arnardóttir kæmist ekki í ferðina. Liðin leika 25. og 29. september og eru leikirnir hluti af röð leikja sem eru nokkurs konar kveðjuleikir fyrir nokkra af reyndustu og bestu leikmönnum bandaríska liðsins. Björg Ásta lék 7 landsleiki meðan hún lék með Breiðablik. Við óskum henni og félögum hennar góðs gengis í Bandaríkjunum.