Fréttir

Knattspyrna | 30. desember 2006

Björg Ásta og Guðný í landsliðshópnum

Systurnar Björg Ásta og Guðný Þórðardætur eru báðar í landsliðshópi kvenna sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur valið.  Alls voru 40 leikmenn valdir til að æfa helgina 6.-7. janúar en landsliðið undirbýr sig nú fyrir Algarve Cup sem fer fram í mars.  Guðný var lykilmaður í liði Keflavíkur sem náði ágætum árangri í Landsbankadeildinni í sumar en hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands.  Björg Ásta hefur leikið 8 leiki með A-liði Íslands en gat lítið leikið með Keflavík í sumar vegna meiðsla.  Það er því ánægjulegt að landsliðsþjálfarinn velji hana í æfingahópinn.  Við óskum þeim systrum góðs gengis.

Þá er Fanney Þórunn Kristinsdóttir í æfingahópi U-17 landsliðs kvenna sem æfir helgina 6.-7. janúar.  Fanney er fædd árið 1991 og lék með 2. og 3. flokki Keflavíkur í sumar.  Við óskum henni góðs gengis á æfingunum framundan.


Björg Ásta og Guðný Petrína.
(Mynd: Jón Björn Ólafsson /
Víkurfréttir)