Björg Ásta og Nína Ósk í U21 árs liðinu
Þær Björg Ásta Þórðardóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir eru báðar í U-21 árs landsliði kvenna sem tekur þátt í Opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð í lok júlí. Þær stöllur eru í 18 manna hópi sem þjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur valið til fararinnar. Íslands leikur fyrsta leik sinn í mótinu 20. júlí en liðið leikur í riðli með Danmörku, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Björg og Nína hafa báðar leikið fjölmarga leiki með öllum landsliðum Íslands. Björg Ásta hefur leikið 11 leiki með U-21 árs liðinu en hún hefur leikið 8 A-landsleiki. Nína Ósk hefur skorað tvö mörk í fjórum leikjum með U-21 árs liðinu en hún hefur leikið 6 leiki með A-landsliðinu og skorað eitt mark. Við óskum stúlkunum góðs gengis með landsliðinu.
Nína Ósk í leik gegn Stjörnunni á dögunum.
(Mynd: Jón Örvar Arason)