Björg Ásta valinn í U21 árs landsliðið
Úlfar Hinriksson, þjálfari U21 árs landsliðs kvenna, hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir Opna Norðurlandamótið sem fram fer hér á landi 23.-29. júlí næstkomandi. Mótið verður haldið fyrir norðan á Akureyri, Sauðárkrók, Dalvík, Blönduós og Ólafsfirði. Meðal leikmanna í hópnum er einn leikmaður Keflavíkurliðsins, Björg Ásta Þórðardóttir. Björg Ásta er búinn að leika 43 landsleiki fyrir Ísland, þar af 5 A-landsleiki meðan hún lék með liði Breiðabliks og er það er ánægjulegt að hún skuli vera valin í liðið enda er langt síðan Keflavík hefur átt landsliðskonu í knattspyrnu.